• hotel-reynihlid-aurora.jpg
  • hotel-reynihlid-front.jpg
  • hotel-reynihlid-room.jpg
Bókaðu Herbergi

Sagan

Saga Reykjahlíðar að taka á móti gestum og gangandi hvað varðar kost og gistingu er löng. Sagan segir að Sölvi Magnússon hafi þurft að yfirgefa bú sitt árið 1895 vegna mikils gestagangs og lítils friðar til að gegna búskap sínum. Fyrsta steinhús í Þingeyjasýslu var byggt hér árið 1911 gagngert til að taka á móti gestum.

Saga Reynihlíðar hefst árið 1942 þegar Pétur Jónsson bóndi í Reykjahlíð og kona hans Þuríður Gísladóttir reistu nýjan bæ að Reynihlíð með 5 svefnherbergjum sem voru leigð gestum á sumrin og rúmgóð setustofa til móttöku gesta.

Þegar búin yfir Jökulsá var opnuð árið 1947 jókst bifreiðaumferð verulega og sama sumar hófust börn þeirra handa við að reisa Hótel Reynihlíð. Frumkvæðið var í höndum elsta sonarins, Gísla Péturssonar, sem dó árið 1950 aðeins 28 ára gamall. Hótelið var tilbúið sumarið 1949 og var opnað 17 júlí þá um sumarið. Frá byrjun voru gistiherbergin 26 og veitingastaðurinn rúmaði 100 manns.

Þegar Kísilverksmiðjan var reist hér árið 1966 breyttist þörfin á herbergjum og var því ákveðið að stækka hótelið og búa það með gistiherbergjum með baði. rúmgóðu anddyri og setustofu með bar. Nú voru herbergin orðin 28 og þar af 8 með baði. Þessari byggingu lauk árið 1968, en barinn fékk ekki leyfi fyrr en árið 1970 en þetta var fyrsti bar í sveit á Íslandi sem fékk vínveitingaleyfi.
Árið 1981 var byggt við hótelið, 18 herbergi öll með baði, auk fundarsalar sem rúmar 70 manns. Nú voru herbergin orðin 46. Síðasta viðbótin var gerð 1988, 7 herbergi, vistarverur fyrir starfsfólk og vörugeymslur. Um leið lokuðum við og breyttum elstu gistiherbergjunum. Þegar hér var komið sögu voru herbergin aldrei fleiri, eða 48. Síðustu herberjunum sem ekki höfðu bað var lokað árið 1991, þau endurnýjuð og sameinuð, þannig að þá varð herbergjafjöldinn 41 eins og enn í dag. Þegar gæðamat var tekið upp á Íslandi árið 2000 fékk Hótel Reynihlíð 4 stjörnur og heldur þeirri stöðu.

Fjölskyldan stofnaði hlutafélag um rekstur hótelsins árið 1961 og það hefur verið í eigu sömu fjölskyldu alla tíð. Hluthafar í dag eru Pétur Snæbjörnsson og Erna Þórarinsdóttir.

 

FacebookTripadvisorFlickrYoutube Booking.comSEHSAFMember of North Iceland Marketing OfficeInspired by Iceland  Hotel Reynihlid Hotel Reykjahlid Gamli Baerinn